Eftirsöluferli hjá MASA

Hjá Masa eru eignakaupin aðeins byrjunin á samskiptum okkar

Okkar markmið er að kaupandanum sé fylgt eftir og að hann fái persónulega þjónustu sem hann muni ekki finna annars staðar.

Flest starfsfólk okkar eru fyrrum kaupendur sem hafa keypt í gegnum MASA. Þeir vita nákvæmlega hvernig á að fullnægja þörfum og óskum kaupandans og vera til staðar í gegnum allt ferlið.

Ráðgjafi – Personal Assistant

Þegar þú vinnur með MASA, veitum við þér ráðgjafa sem talar góða ensku, skandinavísku og spænsku.

Þegar þú kaupir, verða þeir til staðar til að aðstoða og eins til að svara spurningum:

  • Þeir hjálpa þér að opna spænskan bankareikning og sækja um spænsk lán.
  • Þeir mynda tengsl við verktaka, allan byggingartímann ef þú ert að kaupa nýja eign.
  • Þeir halda reglulega dagbók yfir framgöngu á netinu, sem þú getur fylgst með úr tölvunni heima - þannig getur þú auðveldlega haldið utan um hvað er að gerast.
  • Þeir gefa umsagnir og meðmæli með birgjum
  • Þeir veita upplýsingar um mögulegar leigutekjur og leigutækifæri af fasteign ef þess er óskað.

Ráðgjafinn þinn getur einnig aðstoðað við flutning, og önnur smáatriði eins og að:

  • Hjálpa þér varðandi tryggingar, rafmagn, húsgögn og skóla ef þú þarft og jafnvel ef þú vilt ákveðin tré gróðursett í garðinn þinn,
  • Aðstoða við hótel og bílaleigur á flutningsdegi ef þarf
  • Aðstoða við flutningssamgöngur ef þarf
  • Takast á við hvaða vandamál sem upp kunna að koma

Þú getur treyst á MASA frá upphafi til enda