Seldu fasteignina þína hjá MASA International

Rétti aðilinn til að selja eignina þína

Rétti aðilinn til að selja eignina þína – við leggjum okkur fram við að hjálpa þér í söluferlinu.

Hvers vegna að velja Masa International til að selja eignina þína

  • MASA International er ein elsta og rótgrónasta fasteignasalan á Costa Blanca: Frá árinu 1981 höfum við hjálpað yfir 36.000 manns að finna nýtt heimili.
  • Við erum með fulltrúa í yfir 16 löndum í Evrópu og getum því náð til fjölda fólks í eignaleit.
  • Sölueignin mun vera kynnt í gegnum stærstu eignargáttir í Evrópu, með tölvupóstum með markhóp yfir 60.000 manns, helstu eignarsýningum og vefsíðu okkar sem telur yfir 150.000 heimsóknir í hverjum mánuði.
  • MASA er eitt af fáum fasteignafélögum á Costa Blanca svæðinu sem er með viðurkennt gæðavottorð ISO9001.
  • Við sýnum eignir sjö daga vikunnar.
  • Með öryggi þitt að leiðarljósi, deilum við aldrei lyklum eða öðrum trúnaðarupplýsingum með öðrum fasteignasölum eða fyrirtækjum.

Skuldbinding okkar til þín

Markmið okkar er að selja eign þína á eins stuttum tíma og hægt er. Við ábyrgjumst að gefa þér nákvæmt mat á eign þinni og útskýra fyrir þér hvert skref söluferlisins.

Eftir að við höfum fengið öll nauðsynleg gögn um sölueign þína, mun lögfræðisvið okkar vinna lagalega forvinnu, fyrir markaðssetningu og söluferli á eigninni. Þessi aðferð tryggir hraða og örugga sölu þegar við höfum fundið kaupanda fyrir eign þína.

Við munum taka myndir og gera lýsingu á eigninni, til að kynna eignina eins aðlaðandi og mögulegt er fyrir væntanlega kaupendur okkar um alla Evrópu.

Þegar markaðssetning sölueignarinnar hefur verið hleypt af stokkunum munt þú njóta góðs af auglýsingapakka okkar, þar á meðal:

  • Vefsíðum okkar sem þýddar eru á móðurmálum víða um Evrópu.
  • Reglulegar markaðsherferðir og kynningar frá tölvupósti okkar og fréttabréf sem eru send til hugsanlegra kaupenda, ásamt kynningum á eignum á fjölda eignasýningum í Evrópu.

Í kjölfar samþykkis þíns á tilboði í eignina þína, mun MASA hafa samráð við málssvarsmann kaupandans og gæta allra lagalegra mála (þ.m.t undirritun afsala, skráningu eignarinnar á “Notary” og frágangs vegna vatns / rafmagns), til að ljúka kaupum. Þetta ferli tekur yfirleitt 6-8 vikur.

If you would like to find out more, call us on +354 555 0366 or fill out the following form.

Skráðu þig og fáðu sent fréttabréf okkar með nýjustu upplýsingum um fasteignir, svæðin, sérstaka afslætti og tilboð. Sjáðu hér friðhelgisstefnu okkar; Þú getur afskráð þig hvenær sem er.