Um MASA International

MASA International hefur hjálpað Meira en 36.000 manns að gera draum sinn um nýjan og betri lífstíl að veruleika

Masa International var stofnað árið 1981. Á síðustu 40 árum hefur fyrirtækið vaxið frá smárri spænskri fasteignasölu, upp í alþjóðlega fasteignamiðlun sem hefur þó ávallt haldið ákveðinni fjölskylduhugsjón í vexti sínum, sem gefur viðskiptavinum trausta og þægilega upplifun á fasteignaviðskiptum.

Á þessum tíma hefur Masa International aðstoðað meira 36.000 að gera draum sinn um nýjan og betri lífsstíl að veruleika.

Við erum stolt af orðspori MASA sem eitt af fremstu fasteignasölum í Evrópu og þess að hafa alltaf lagt metnað okkar í að tryggja bestu verðin og sem víðasta framboð á fasteignum á Spáni.

MASA er með söluskrá sem spannar yfir þúsund fasteignir á Costa Blanca svæðinu, bæði nýjar eignir og endursölueignir. Margar þessar eignir eru þegar lausar og hægt að flytja strax inn í eftir kaup.

Eignir hjá MASA International eru á ýmsu verðbili og ættu flestir í kauphugleiðingum að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá íbúðar til einbýlishúss.

Við erum eitt af örfáum fasteignafyrirtækjum á Costa Blanca ströndinni með gæðastimpil ISO9001: 2008, sem þýðir að þú átt að njóta góðs af viðskiptum við okkur.

Starfsfólk og ráðgjafar okkar, sem í dag eru yfir 100 manns, voru margir hverjir eitt sinn viðskiptavinir og hafa þar af leiðandi þekkingu og skilning á þörfum kaupenda. Þessi þekking gerir sölufulltrúum og ráðgjöfum okkar kleift að bjóða upp á framúrskarandi og persónulega þjónustu til kaupenda fasteigna á Spáni. Söluráðgjafar okkar kappkosta við að gera kaupferlið eins einfalt og mögulegt er; Útlista allan kostnað, skatta og leggja fyrir kaupendur allar lagalegar kröfur og áherslur sem gerðar eru til fasteignakaupa. Þessi atriði eru hluti af ferlinu í að láta drauminn rætast.

Við tryggjum lægsta verðið sem þýðir að þú getur alltaf verið viss um að fá besta samninginn með því að velja MASA International.