Kaup á fasteign á Spáni hjá MASA International

Leyfðu okkur að kynna hvað MASA getur gert fyrir þig

Kynntu þér Masa… Að kaupa fasteign á Spáni og breyta um lífsstíl og jafnvel aðsetur er stórt skref. Þegar farið er í mikilvægar fjárfestingar sem munu hafa áhrif á framtíðina – er nauðsynlegt að stíga þessi skref með fyrirtæki sem þú treystir.

MASA er með þér hvert skref á leiðinni:

  • Einstaklingsbundin og persónuleg þjónusta: Hver og einn mögulegur kaupandi fær sinn eigin fasteignaráðgjafa (Property advisor) á Spáni, sem mun aðstoða og kynna kaupandann fyrir þeim eignum sem henta óskum hans m.a. með tilliti til staðsetningar, aðgengis, fjármagns eða stærðar.
  • Athygli að smáatriðum: Eftirsöluþjónusta okkar býður m.a upp á að þú getir fylgst með hverju smáatriði sem viðkemur kaupunum á netinu. Við getum einnig hjálpað til með allt frá vali og kaupum á húsgögnum til þess að opna bankareikning eða fá bestu leigutekjurnar.
  • Staðsetning, staðsetning, staðsetning: Söluráðgjafar okkar kappkosta við að finna eign á hárréttum stað fyrir þig; Hvort sem þú þarft að vera nærri golfvellinum, nálægt verslunum, eiga stuttan spöl á ströndina, eða annað sem passar þér og þínum kröfum.
  • Heilsan okkar: Á Costa blanca ströndinni er gott heilbrigðiskerfi sem víða er lofað m.a. af Íslendingum. Við munum kynna fyrir þér heilsugæsluna og segja þér hvar þú getur fundið enskumælandi læknisaðstoð. Ef þú þarft eign sem gædd er ákveðnum eiginleikum með tilliti til hreyfigetu og aðgengi, getum við hjálpað þér að finna hentuga eign.

Fleiri ástæður til að treysta Masa:

  • MASA er leiðandi fyrirtæki sem hefur í 40 ár hjálpað yfir 36.000 manns að finna fasteign við sitt hæfi. .
  • MASA er fullkomlega viðurkennt fyrirtæki, svo þú getur treyst okkur til að haga viðskiptum heiðarlega og af heilindum.

    Starfsfólk MASA er með hátt gæðaeftirlit í samskiptum við viðskiptavini og býr fyrirtækið yfir 37 ára þekkingu og reynslu í fasteignaviðskiptum.

    Hvort sem kaupandi leitar að traustum fjárfestingum eða breyttu lífsformi með langa og sólríka daga, þá ert þú á réttum stað. MASA hefur sérþekkingu og staðbundna þekkingu til að hjálpa þér að taka rétta ákvörðun.